Switch to mobile website Switch to full website
Share Close

Bryndís Arnarsdóttir

Bryndís fór í sinn fyrsta jógatíma skömmu eftir að hún greindist með vefjagigt árið 1993. Hún fann fljótt hvað tímarnir gerðu henni gott, bæði andlega og líkamlega. Jógaiðkunin bæði minnkaði streitu og bætti svefn. Ekki síður fann hún í gengum jóga örugga leið til að öðlast betra jafnvægi á líkama og sál og þar með leið til að tengjast sjálfri sér betur. Hún fékk einnig svör við áleitnum spurningum eins og „hver er ég?“ og „hvaðan kem ég?“ og „hvert stefni ég?“. Síðan þá hefur Bryndís gert jóga að sinni daglegri ástundun, ekki bara með líkamlegri ástundun í gegnum jógastöður og öndun, heldur einnig sem leið til að fara meira inn á við og skoða sinn innri kjarna.
Þú getur lesið meira um Bryndís hérna: http://jakkafatajoga.is/teymid/bryndis-arnars/
Bryndís Arnarsdóttir
List
Day
Week
Month