Switch to mobile website Switch to full website
Share Close

Kennarar

 • Eygló Egilsdóttir

  Eygló kynntist jóga fyrst í æsku í gegnum móður sína sem stóð fyrir því að fá þekkta íslenska jógakennara út á landsbyggðina, þar sem Eygló ólst upp, til að halda námskeið. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum með tímanum.
  Meira um Eygló hérna: http://jakkafatajoga.is/jogakennarar/eyglo-egils/
 • Heiðbrá Björnsdóttir

  Heiðbrá hefur stundað íþróttir frá unga aldri og þjálfað sund og fimleika um árabil, árið 2015 náði hún sér í kennararéttindi í jóga hjá Ástu Arnardóttur. Áhugamál og starf fer vel saman hjá Heiðbrá og er jógakennsla hennar aðalstarf í dag. Hún kennir alla Jakkafatajógatíma í Reykjanesbæ ásamt því að kenna Hot Yoga í Sporthúsinu þar og i Kópavogi.

  Hún er algjör orkubolti og hefur mesta ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að koma hreyfingu inn í almennan lífsstíl. Meira um Heiðbrá hérna: http://jakkafatajoga.is/teymid/heidbra-bjornsdottir/ • Helga Birgisdottir

  Bio coming soon
 • Selma Birna Úlfarsdóttir

  Selma hefur æft fimleika frá því hún man eftir sér og hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsueflandi hreyfingu og lífsstíl, þess vegna er hún bæði menntuð sem íþróttafræðingur og jógakennari. Hún hefur starfað við þjálfun frá því hún var 15 ára og elskar að kenna hverskonar jóga. Á milli þess sem Selma leiðir jógatíma þá ver hún tíma með börnunum sínum tveimur en þau elska hreyfinguna alveg jafn mikið og mamma sín. Meira um Selmu hénra. http://jakkafatajoga.is/teymid/selma-birna-ulfarsdottir/
 • Sigrún Haraldsdóttir

  Sigrún kynntist fyrst jóga árið 2008 eftir að hafa lent í meiðslum á hálsi. Eftir að hafa verið á fullu í íþróttum og ræktinni frá unga aldri fann hún nýja leið til að rækta líkamann. Í jógaiðkuninni fann hún í fyrsta skiptið vellíðan í bæði líkama og sál. Hún stundaði jóga næstum upp á dag í þrjú ár, ákvað þá að tímabært væri að læra nánar um hvað snýr upp og niður í líkama okkar... Lestu meira um Sigrúnu.
 • Bryndís Arnarsdóttir

  Bryndís fór í sinn fyrsta jógatíma skömmu eftir að hún greindist með vefjagigt árið 1993. Hún fann fljótt hvað tímarnir gerðu henni gott, bæði andlega og líkamlega. Jógaiðkunin bæði minnkaði streitu og bætti svefn. Ekki síður fann hún í gengum jóga örugga leið til að öðlast betra jafnvægi á líkama og sál og þar með leið til að tengjast sjálfri sér betur. Hún fékk einnig svör við áleitnum spurningum eins og „hver er ég?“ og „hvaðan kem ég?“ og „hvert stefni ég?“. Síðan þá hefur Bryndís gert jóga að sinni daglegri ástundun, ekki bara með líkamlegri ástundun í gegnum jógastöður og öndun, heldur einnig sem leið til að fara meira inn á við og skoða sinn innri kjarna.
  Þú getur lesið meira um Bryndís hérna: http://jakkafatajoga.is/teymid/bryndis-arnars/
 • Helga Jónsdóttir

  Bio coming soon
 • Fjóla Kr Hólm Jóhannes

  Fjóla Kristín hefur alltaf haft áhuga á heilbrigði líkama og andlegum efnum.
  Hún er róleg og reglusöm sveitastlepa sem hefur áhuga á útivist, líkamsrækt, andlegum málefnum og
  hundum. Meira um Fjólu hérna: http://jakkafatajoga.is/fjola-kristin/